Hoppa yfir valmynd
2. desember 2015 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með framkvæmdastjórum UNESCO og OECD í París

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti fund í gær með Irena Bokova, framkvæmdastjóra Menningarmálastofnunar SÞ (UNESCO), þar sem rætt var m.a. það mikilvæga starf sem UNESCO vinnur að, ekki síst við verndun hverskyns minja á heimsvísu.

Forsætisráðherra fór einnig í heimsókn í franska þingið og fundaði með Íslandsvinafélagi franskra þingmanna. Þá átti forsætisráðherra góða stund með Íslendingum í París í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember.

Í dag átti forsætisráðherra fund með Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD, þar sem m.a. var rætt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Íslandi, áætlun um losun fjármagnshafta og aðstæður á vinnumarkaði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira