Hoppa yfir valmynd
4. desember 2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja til umsagnar

Nýsköpun
Nýsköpun

Í ljósi mikillar grósku í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi hefur myndast þörf á að stjórnvöld marki nýjar áherslur til stuðnings við málaflokkinn. Undanfarna mánuði hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið unnið að gerð aðgerðaáætlunar í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja.


Drög aðgerðaáætlunar í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja eru nú birt til opinnar umsagnar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Áætlunin byggir á víðtæku samráði við frumkvöðla, sprotafyrirtæki og sérfræðinga. Einnig er byggt á ýmsum stefnum og áherslum. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs, stefnumótunar á vegum Samtaka iðnaðarins o.fl.

Rétt er að benda á að þær aðgerðir sem hér eru til umfjöllunar heyra flestar undir málaflokka iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Aðrar tillögur sem tengjast öðrum ráðuneytinu, svo sem tillögur er snerta skattamál, málefni erlendra sérfræðinga og menntamál eru ekki til sérstakrar umfjöllunar í þessu skjali.

Ráðuneytið kallar eftir ábendingum og athugasemdum sem eru til þess fallnar að bæta umræddar aðgerðir. Jafnframt er umsagnaraðilum velkomið að leggja til nýjar aðgerðir sem afstaðar verðir þá tekin til.

Vakin er athygli á að í lokaútgáfu áætlunarinnar mun fylgja verk-, tíma og kostnaðaráætlun fyrir hverja aðgerð auk markmiða og mælikvarða svo hægt verði að meta framvindu. Áætlunin verður endurskoðuð árlega.

Fyrir þá sem vilja senda inn ábendingar og athugasemdir vill ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:

  • Athugasemdir/ábendingar sendist á [email protected] merkt „Aðgerðaáætlun“.
  • Fyrst og fremst er óskað eftir athugasemdum/ábendingum varðandi þær tillögur sem er að finna í skjalinu.
  • Einnig óskar ráðuneytið eftir umsögnum um sýn, stefnu og markmið.
  • Mælst er til þess að umsagnir sé settar fram með skýrum hætti svo ljóst sé að hvaða tillögu eða viðfangsefni athugasemd/ábending beinist.
  • Frestur til að skila inn umsögnum er 11. desember kl. 16:00.
  • Frekari upplýsingar veitir Elvar Knútur Valsson, netfang [email protected].

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira