Hoppa yfir valmynd
4. desember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum

Akureyri
Akureyri

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti ávarp á málþingi um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum sem Jafnréttisstofa, Aflið og Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri stóðu fyrir í dag.

Á málþinginu var sérstaklega horft til úrræða fyrir þolendur heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis á landsbyggðinni og hvernig bæta megi þjónustu við þolendur og gerendur í dreifðari byggðum landsins. Markmið málþingsins var jafnframt að skapa að skapa umræðugrundvöll milli ríkis og sveitarfélaga, félagasamtaka og almennings um aðgerðir gegn ofbeldi.

Ráðherra átti ekki heimangengt til að sækja fundinn á Akureyri og því kom tæknin að góðum notum þar sem ráðherra flutti ávarp sitt í gegnum vefinn. Hún kom víða við í ræðu sinni og gerði ítarlega grein fyrir þeim aðgerðum sem unnið er að af hálfu ráðuneytisins til að sporna gegn ofbeldi með víðtæku samráði allra aðila sem lagt geta lið þessu mikilvæga verkefni. Hún sagði einnig frá frá erlendum rannsóknum sem leitt hefðu í ljós góðan árangur af meðferð sem veitt er í gegnum netið, meðal annars vegna þess að brottfall úr þjónustunni virtist minna en annars, sérstaklega hjá ungum þolendum. Ráðhera sagði þetta áhugavert að skoða, ekki síst ef það gæti líka bætt aðgengi fólks að þjónustu um allt land, óháð búsetu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum