Hoppa yfir valmynd
4. desember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Brúðuleikhúsið;Krakkarnir í hverfinu, heldur áfram

Eygló og Hallveig undirrita samninginn
Eygló og Hallveig undirrita samninginn

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Hallveig Thorlacius, fyrir hönd Leikhússins 10 fingur, undirrituðu í dag samning sem tryggir áframhaldandi sýningar á brúðuleikhúsinu Krakkarnir í hverfinu til að fræða nemendur um ofbeldi gegn börnum og úrræði sem standa þolendum ofbeldis til boða.

Sýningar á Krökkunum í hverfinu eiga sér langa sögu en þeim er ætlað að auðvelda börnum að segja frá hafi þau orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Boðskapur sýningarinnar snýst um að börnum sem fyrir þessu verða standi hjálp til boða.

Rauði kross Íslands keypti árið 1987 brúðurnar hjá bandarísku brúðuleiksýningunni Krakkarnir í hverfinu, The Kids on the Block. Tilefnið var alþjóðleg ráðstefna um ofbeldi gegn börnum sem haldin var í Noregi. Sýningin var framlag Íslands á ráðstefnunni. Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sáu um að flytja sýninguna.

Árin 2005-2011 stóð Blátt áfram fyrir því, ásamt brúðuleikurunum Hallveigu og Helgu, að fara með sýninguna í skóla eftir því sem óskað var, gegn gjaldi. Samtökin Blátt höfðu fengið formlegt leyfi frá The Kids on the Block til að þýða og staðfæra efnið og sýna það í skólum. Velferðasjóður barna styrkti Blátt áfram til að koma sýningunni á fót.

Krakkarnir í hverfinuÍ byrjun árs 2012 gerði verkefnið; Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum, samning við brúðuleikarana Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds um að sýna, næstu þrjú árin, Krakkarnir í hverfinu fyrir öll börn í öðrum bekk í grunnskólum landsins. Vitundarvakningin fjármagnar sýningarnar og eru þær sýndar án endurgjalds.

Síðastliðið haust tók velferðarráðuneytið við Vitundarvakningarverkefninu sem þar með verður liður í landssamráði þriggja ráðherra um aðgerðir gegn ofbeldi.

Samningurinn sem undirritaður var í dag stendur straum af kostnaði við samtals 85 sýningar og nemur fjárhæðin 4.250.000 kr. Stefnt er að því að á næsta ári verið verkefnið vistað hjá Barnaverndarstofu og öðlist þar með enn frekara framhaldslíf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum