Hoppa yfir valmynd
6. desember 2015 Utanríkisráðuneytið

Baráttan gegn hryðjuverkum og átökin í Úkraínu efst á baugi

Ráðherrafundur ÖSE í Belgrad.
Ráðherrafundur ÖSE í Belgrad.

 

Spenna og óvissa í alþjóðlegum öryggismálum setti svip sinn á ráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem lauk í Belgrad í fyrrakvöld. Eindregin samstaða var meðal aðildarríkjanna 57 að veruleg ógn stafaði af uppgangi öfga- og hryðjuverkasamtakanna Daesh í Sýrlandi og Írak og að bregðast yrði við með skýrum hætti. Átökin í Úkraínu voru annað meginmál fundarins en innlimun Rússlands á Krímskaga og stuðningur við vopnaða aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu fela í sér brot á grunnsamþykktum ÖSE-samstarfsins. Lof var borið á hlutverk ÖSE við sáttamiðlun í Úkraínu en á sjöunda hundrað alþjóðlegra eftirlitsmanna stofnunarinnar eru að störfum í landinu.

Á fundinum var einnig rætt um mikilvægi þess að taka sameiginlega á flóttamannavandanum, að stemma stigu við hlýnun jarðar, endurnýja afvopnunarsamninga og standa vörð um grundvallarmannréttindi sem víða eiga undir högg að sækja. 

Fundurinn markaði lok formennskutíðar Serbíu í ÖSE en Þýskaland tekur við formennskunni um næstu áramót.

 

Innlegg Íslands á ráðherrafundinum má lesa hér.

Um markmið og starfsemi ÖSE má lesa hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira