Hoppa yfir valmynd
7. desember 2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kolmunnaafli Íslands 2016 ákveðinn

kolmunni
kolmunni

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur ákveðið að aflaheimildir Íslands í kolmunna 2016 verði 125.984 tonn. Þessi ákvörðun er í samræmi við hlutdeild Íslands samkvæmt eldri samningi strandríkjanna: Íslands, Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja frá árinu 2006, sem auk þess gerir ráð fyrir ákveðnum hlut til Rússlands og Grænlands sem úthafsveiðiþjóða. Ákvörðunin er ennfremur í samræmi við 776.391 tonna ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES) fyrir árið 2016.

Eins og stendur er ekkert samkomulag á milli strandríkjanna, hvorki um heildarafla ársins 2016 né um skiptingu hans milli þjóðanna. Þessi ákvörðun er því tekin í trausti þess að aðrar þjóðir virði ráðgjöf ICES og samkomulagið frá árinu 2006 á meðan unnið er að lausn deilumála sem lúta að skiptingu kolmunnastofnsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira