Hoppa yfir valmynd
8. desember 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna. Lögð er annars vegar til breyting vegna aðgangs Þjóðskrár Íslands að gögnum til ákvörðunar við mat á fasteignum og hins vegar er lögð til hækkun gjalds fyrir rafræn veðbandayfirlit. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpsdrögin til og með 21. desember næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Lagafrumvarpið felur í sér breytingar á 22. og 24. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum. Í 22. gr. laganna er fjallað um heimildir Þjóðskrár Íslands til aðgangs að skattframtölum við ákvörðun matsverðs atvinnuhúsnæðis. Varðar breytingin að heimila Þjóðskrá aðgang að leigusamningum sem berast ríkisskattstjóra í því skyni að meta gangverð fasteignar út frá tekjuöflunarhæfni hennar. Í 24. gr. er fjallað um fjármögnun á starfsemi Þjóðskrár Íslands og er í frumvarpsdrögunum lagt til að gjald fyrir rafræn veðbandayfirlit verði hækkað úr 850 kr. í 1.050 kr.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira