Hoppa yfir valmynd
8. desember 2015 Utanríkisráðuneytið

Kynning á nýtingu jarðhita á Íslandi og í Austur-Afríku

Gunnar Bragi í ræðustól á COP21.
Gunnar Bragi í ræðustól á COP21.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hélt í dag opnunarávörp á tveimur viðburðum á Parísarfundinum um loftslagsmál.

Annarsvegar hvernig auka megi nýtingu jarðhita og annarrar sjálfbærrar orku sem ráðuneytið stóð fyrir í samstarfi við Jarðvarmaklasann. Þar kynntu íslensk fyrirtæki, Orkustofnun og Landsvirkjun nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi, og loftslagsvæn nýsköpunarverkefni því tengt.

Og hinsvegar viðburð skipulögðum af norræna þróunarsjóðnum um jarðhitaverkefni sem Ísland vinnur að í Austur-Afríku. Ísland hefur í samvinnu við Alþjóðabankann og Norræna þróunarsjóðinn, staðið að umfangsmiklu jarðhitaverkefni í Austur-Afríku. Gunnar Bragi kynnti aðdraganda og umfang verkefnisins en gert er ráð fyrir að hægt sé að vinna orku úr jarðhita sem nýtist yfir 150 milljónum manna á svæðinu.

Þá undirrituðu fulltrúar norrænu ríkjanna yfirlýsingu sem miðar að því að auka fjármögnun verkefna í þróunarlöndum, sem hafi að markmiði að draga úr útblæstri og byggja á umhverfisvænum lausnum. Norðurlöndin fimm stefna að því að skapa aðstæður sem hvetji til fjárfestinga í slíkum verkefnum, m.a með þjálfun og fjárstuðningi. Hafa þau fengið í lið með sér fjárfestingassjóði, þróunarsamvinnustofnanir og fleiri aðila í þessum tilgangi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira