Hoppa yfir valmynd
9. desember 2015 Utanríkisráðuneytið

Ný samningsdrög kynnt í París

Laurent Fabius á þinginu - mynd

Forseti 21. Aðildaríkjaþings loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í dag ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja.

Í ræðu á stuttum fundi í dag þar sem samningsdrögunum var dreift sagði Fabius að búið væri að ná saman að mestu leyti um mikilvæg atriði á borð við hvernig standa skuli að aðlögun að loftslagsbreytingum, tækniyfirfærslu o.fl. Enn á þó eftir að komast að niðurstöðu um veigamikil atriði er varða m.a. fjármögnun aðgerða, eftirfylgni með markmiðum ríkja til lengri tíma og ábyrgðarskiptingu milli ríkja og ríkjahópa. Drögin nú eru miklum mun skýrari en þau sem viðræðuhópur skilaði til þingsins um síðustu helgi og dregur betur fram kosti varðandi helstu ágreiningsefni. Fabius sagði að vel hefði miðað, en enn væri þó mikil vinna eftir á lokasprettinum.

Fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytis og utanríkisráðuneytis taka þátt í samningaviðræðunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira