Hoppa yfir valmynd
10. desember 2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Samráð um reglugerð um þjóðarleikvanga

Í stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum frá 2011 er kveðið á um að mótuð skuli stefna um þjóðarleikvanga.

Í stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum, sem samþykkt var árið 2011, kemur fram í kafla sem fjallar um íþróttamannvirki að mótuð skuli stefna um þjóðarleikvanga. Árið 2013 skipaði mennta og menningarmálaráðherra vinnuhóp til þess að vinna slíka stefnumótun og skilaði hópurinn tillögum af sér til mennta- og menningarmálaráðherra haustið 2014. Í kjölfarið hafa drög að reglugerð um þjóðarleikvanga í íþróttum verið í vinnslu í ráðuneytinu og byggja þau á vinnu starfshóps um stefnumótun vegna þjóðarleikvanga.
Frestur til að gera athugasemdir eða senda inn umsagnir um drögin er til 31. desember 2015. Umsagnir og/eða athugasemdir sendist til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, eða á netfangið [email protected] merkt í efnislínu: Reglugerð um þjóðarleikvanga

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira