Hoppa yfir valmynd
11. desember 2015 Félagsmálaráðuneytið

Könnun á framlagi ólaunaðra umönnunaraðila

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur samið við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um að gera könnun á þátttöku ólaunaðra umönnunaraðila í lífi fatlaðs fólks. Markmiðið er að gera sýnilegt framlag aðstandenda og annarra sem sinna umönnun án þess að þiggja greiðslur fyrir.

Könnunin er liður í aðgerðum sem lagðar eru til í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem lagt er til að slík könnun sé gerð til að; þátttaka ólaunaðra umönnunaraðila í lífi fatlaðs fólks verði gerð sýnileg og metin að verðleikum.“ Könnunin verður blönduð net- og símakönnun og á að ná til 150 aðstandenda fatlaðs fólks, auk þess sem tekin verða sjö eigindleg viðtöl við aðstandendur.

Aðstandendur verða spurðir um umönnunarþátttöku sína, hvað þar er sem þeir veita helst aðstoð við og þeir beðnir um að meta með beinum og óbeinum hætti, áhrif opinberu þjónustunnar á aðstæður fjölskyldunnar. Einnig verða aðstandendur spurðir um reynslu sína af þjónustu við fatlað fólk.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður könnunarinnar liggi fyrir í byrjun febrúar á næsta ári.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira