Hoppa yfir valmynd
14. desember 2015 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðuneytinu færð frímerki að gjöf í tilefni 100 afmælis þjóðfánans 2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tekur við gjöfinni. Með honum á myndinni eru þeir Vilhjálmur Sigurðsson, forstöðumaður hjá Íslandspósti, og Hörður Lárusson, grafískur hönnuður - mynd

Aldarafmæli íslenska fánans var fagnað þann 19. júní sl. og í tilefni þeirra merku tímamóta gaf Íslandspóstur úr frímerki með þjóðfánanum og smáörk með frímerki sem sýnir fánanefndina frá 1913. Hörður Lárusson, sem er grafískur hönnuður, hannaði frímerkin.

Í tilefni þessarar útgáfu færðu þeir Vilhjálmur Sigurðsson, forstöðumaður Frímerkjasölu Íslandspósts, og Hörður Lárusson forsætisráðuneytinu þessi frímerki að gjöf ásamt fánabókum sem Hörður Lárusson hannaði og bókaútgáfan Crymogea gaf út á árunum 2008 – 2014.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veitti gjöfinni viðtöku.

Að sögn Vilhjálms þótti viðeigandi að ráðuneytið ætti bæði frímerkin og fánabækur Harðar, en hvort tveggja var hluti af „Fánaverkefni“ því sem Hörður sendi sl. haust í samkeppni um Hönnunarverðlaun Íslands fyrir árið 2015. Fánaverkefni Harðar var valið eitt af fimm framúrskarandi verkefnum í forvali dómnefndar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira