Hoppa yfir valmynd
14. desember 2015 Félagsmálaráðuneytið

Komu flóttafólks seinkar

Af ýmsum ástæðum hefur tekið lengri tíma en ætlað var að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa fyrir flóttafólkið sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Nú er gert ráð fyrir að fólkið komi til Íslands um eða eftir miðjan janúar.

Í dag hófst í Líbanon námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi. Markmið þess er undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem framundan eru og hvers er að vænta við búsetu í nýju landi. Á námskeiðinu eru fólkinu veittar ýmsar almennar upplýsingar um að hefja líf í nýju landi en einnig sértækar upplýsingar sem varða íslenskra aðstæður.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira