Hoppa yfir valmynd
15. desember 2015 Félagsmálaráðuneytið

Fræðsluefni fyrir starfsfólk sem annast þjónustu við fatlað fólk

Fjölskylda með fatlað barn
Fjölskylda með fatlað barn

Velferðarráðuneytið hefur gert samning við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um gerð fræðsluefnis í formi námskeiða á Netinu fyrir starfsfólk sveitarfélaga sem starfar í þjónustu við fatlað fólk. Kostnaður við verkefnið nemur tæplega einni milljón króna.

Alls verða samdir 18 fyrirlestrar og búnir til framsetningar á vef, auk þess sem hverjum fyrirlestri mun fylgja ítarefni fyrir notendur. Sem dæmi um efnisatriði sem verða til umfjöllunar má nefna viðhorf og grunngildi í málefnum fatlaðs fólks, þróun málalfokksins, gildandi lög og reglur, lífskjör, þarfir og öryggi, tjáskipti, hjálpartæki, samskipti við aðstandendur, sjálfræði og réttindagæsla. Efnið mun einnig nýtast heilbrigðisstéttum og öðrum þeim sem starfa við að aðstoða fatlað fólk. Samband íslenskra sveitarfélaga mun sjá um hýsingu efnisins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira