Hoppa yfir valmynd
15. desember 2015 Félagsmálaráðuneytið

Styrkur tilframleiðslu sjónvarpsþáttanna „Með okkar augum“

Kunnugleg andlit úr þáttunum Með okkar augum - /Mynd; RÚV
Kunnugleg andlit úr þáttunum Með okkar augum - /Mynd; RÚV

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt 2,5 milljóna króna styrk til gerðar sjónvarpsefnis í þáttaröðinni „Með okkar augum.“ Þættirnir eru liður í vitundarvakningu um stöðu fatlaðs fólks sem m.a. er lögð áhersla á í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.

Þættirnir Með okkar augum hafa þegar skapað sér sess í sjónvarpsstofum landsmanna, því alls hafa verið framleiddir 30 þættir sem sýndir hafa verið á RÚV. Þættirnir hafa notið vinsælda og m.a. verið tilefndir þrisvar til Eddu-verðlauna.

Sérstaða þáttanna er sú að fólk með þroskahömlun er beggja vegna linsunnar, þ.e.a.s. það sér um dagskrárgerð, tökur, kynningar, o.fl. en nýtur aðstoðar fagfólks.

Þættirnir hafa það að markmiði að breyta ímynd fólks með þroskahömlun í samélaginu og fræða almenning um getu þessa hóps, skoðanir og langanir. Líta má svo á að gerð sjónvarpsþáttanna sé jafnframt liður í því að uppfylla skyldur samkvæmt 8. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um að stuðla að vitundarvakningu um stöðu fatlaðs fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess og mannlegri reisn.

Óhætt er að fullyrða að MOA-þættir sem gerðir hafa verið hafa vakið mikla athygli og jákvæð viðbrögð og stuðlað að bættri ímynd og sjálfsmynd fatlaðs fólks og dregið úr fordómum gagnvart því.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira