Hoppa yfir valmynd
17. desember 2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnir framkvæmdaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja

REÁ kynnir aðgerðaáætlun
REÁ kynnir aðgerðaáætlun

Í dag kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja undir heitinu Frumkvæði og framfarir. Áætlunin byggir á 22 aðgerðum sem miða að því að starfsumhverfi fyrir frumkvöðla, sprotafyrirtæki og nýsköpunarstarf á Íslandi standist allan alþjóðlegan samanburð. Með því móti verði Ísland uppspretta öflugra sprota- og nýsköpunarfyrirtækja þar sem hagnýting þekkingar og tækni stuðlar að aukinni verðmætasköpun og fjölbreyttum störfum í íslensku atvinnulífi.

Opinber stefnumörkun og aðgerðir til að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun eru eitt meginviðfangsefni stjórnvalda til að stuðla að samkeppnishæfu atvinnulífi og aukinni verðmætasköpun, þvert á atvinnugreinar. Aðgerðirnar sem mælt er fyrir um eru markvissar og skýrt afmarkaðar hvað varðar ábyrgð og tíma og þeim er ætlað að:

  • bæta aðgengi frumkvöðla og sprotafyrirtækja að fjármagni
  • einfalda regluverk fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki
  • bæta starfsumhverfi og opinbera þjónustu til stuðnings við frumkvöðlastarf og nýsköpun
  • efla alþjóðlegt samstarf á sviði frumkvöðlastarfs og nýsköpunar
  • efla greiningar og rannsóknir á frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi
  • stuðla að öflugra frumkvöðla- og nýsköpunarsamfélagi á Íslandi

Aðgerðaáætlunin byggir á fjölda skýrslna og greininga á stöðu frumkvöðlastarfs og nýsköpunar á Íslandi. Auk þess var rík áhersla lögð á samráð við hagsmunaaðila, einkum frumkvöðla og sprotafyrirtæki, sem hafa komið með ábendingar um það hvernig megi efla og bæta starfsumhverfið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira