Hoppa yfir valmynd
18. desember 2015 Utanríkisráðuneytið

Ræddu stöðuna í Palestínu

Stefán Haukur og Amal Jadou
Stefán Haukur og Amal Jadou

Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri átti í dag fund með dr. Amal Jadou, aðstoðarráðherra og yfirmanni Evrópudeildar palestínska utanríkisráðuneytisins í Ramallah. Heimsóknin nú er hluti reglulegs samráðs Íslands og Palestínu.
Stefán og Amal Jadou ræddu stöðuna í Palestínu og Mið-Austurlöndum en spenna hefur aukist í samskiptum Palestínu og Ísraels svo og vegna átakanna í Sýrlandi. Þá ræddu þau samskipti Íslands og Palestínu, bæði pólitískt, svo og stuðning Íslands við stofnanir og samtök í Palestínu. Þá er landið eitt af áherslulöndum í þróunarsamvinnu Íslendinga. Dr. Jadou lagði áherslu á mikilvægi þess að stuðningnum yrði haldið áfram, ekki síst við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, UNRWA.
Amal Jadou hefur starfað í palestínska utanríkisráðuneytinu í áratug og hefur beitt sér fyrir réttindum kvenna, pólitískra fanga, flóttamanna og barna. Hún hefur tekið þátt í friðarviðræðum fyrir hönd Palestínumanna.Jadou heimsótti einnig Jafnréttisskóla Háskóla SÞ á Íslandi, fundaði með fulltrúum utanríkismálanefndar Alþingis og talaði á opnum fundi í Iðnó.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum