Hoppa yfir valmynd
21. desember 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjárframlög til Ríkisútvarpsins jafnhá á milli ára

Fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins munu á næsta ári verða þau sömu að raungildi og þau voru á þessu ári.

Fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins munu á næsta ári verða þau sömu að raungildi og þau voru á þessu ári. Í fjárlögum ársins 2015 var Ríkisútvarpinu úthlutað 3.663,2 milljónum króna af almannafé, sem jafngildir tæpum 3.725 milljónum króna á núgildandi verðlagi.

Samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að fjárframlög til Ríkisútvarpsins árið 2016 verði 3.725 milljónir króna. Upphæðin er því sú sama á þessu ári og á því næsta, að raungildi.

Í meðfylgjandi mynd má sjá fjárframlög til Ríkisútvarpsins samkvæmt fjárlögum 2015, á núgildandi verðlagi annars vegar og fjárframlög á næsta ári samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum næsta árs.





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum