Hoppa yfir valmynd
22. desember 2015 Félagsmálaráðuneytið

Bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu í brennidepli

Hjálpartæki
Hjálpartæki

Ellefu sveitarfélög og þjónustusvæði fatlaðs fólks hafa á þessu ári gert úttektir á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem teljast opinber vettvangur. Úttektirnar hafa verið unnar með fjárstyrk frá velferðarráðuneytinu sem veitti fimm milljónir króna í verkefnið á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.

Ráðuneytið auglýsti síðastliðið sumar eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögum, þjónustusvæðum fatlaðs fólks og ferlinefndum til að gera úttektir af þessu tagi. Alls bárust sextán umsóknir og ákvað matsnefnd sem fór yfir þær að veita styrki til ellefu sveitarfélaga og þjónustusvæða. Ráðuneytið er nú að yfirfara framgang verkefnisins og árangur. Í ljós kemur að margar fjölbreyttar og áhugaverðar úttektir hafa verið gerðar, m.a. á aðgengi að stjórnsýslubyggingum, íþróttamannvirkjum og aðgengi að almenningssamgöngum svo eitthvað sé nefnt. Það er mat ráðuneytisins að styrkirnir hafa nýst vel og geti orðið frekari hvatning fyrir sveitarfélög og þjónustusvæði til frekari úttekta og framkvæmda til þess að bæta aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira