Hoppa yfir valmynd
22. desember 2015 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Sérstök viðbótarframlög á árinu 2015 vegna þjónustu við fatlað fólk

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 11. desember sl. að endanlegri úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2015 vegna þjónustu við fatlað fólk að fjárhæð 200 m.kr. Um er að ræða 25 m.kr. hækkun á samþykktri úthlutun frá því í október.

Á grundvelli 4. gr. reglugerðar nr. 631/2015 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015 er heimilt að greiða sérstök viðbótarframlög til þjónustusvæða til að koma til móts við þau svæði þar sem um íþyngjandi kostnað er að ræða við rekstur málaflokksins á árinu 2015. Við útreikning og úthlutun sérstakra viðbótarframlaga 2015 er heimilt að taka tillit til íþyngjandi kostnaðar þjónustusvæða vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna mikilla vegalengda innan þjónustusvæða.

Útreikningur framlagsins byggist á eftirfarandi forsendum:

1. Lækkun framlaga milli áranna 2014 og 2015.

2. Fjarlægð milli sveitarfélaga innan hvers þjónustusvæðis fyrir sig.

3. Fjölda sveitarfélaga innan hvers þjónustusvæðis þar sem veitt eru framlög vegna þjónustu við fatlaða þjónustunotendur.

4. Þróun framlaga frá upphafi yfirfærslu 2011.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira