Hoppa yfir valmynd
23. desember 2015 Matvælaráðuneytið

Aukið fé í sóknaráætlanir landshluta

Ísland
Ísland

Í nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2016 eru framlög til sóknaráætlana landshluta hækkuð um alls 80 milljónir og verða því 631 m.kr.

Sóknaráætlanir fela í sér mikla nýbreytni í samstarfi ráðuneyta og sveitarfélaga. Með sóknaráætlunum er verið að færa aukin völd og aukna ábyrgð til landshlutanna á útdeilingu fjármagns á sviði byggða- og samfélagsþróunar. Ákvarðanatakan er með þessu í höndum heimamanna sem þekkja best til aðstæðna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum