Hoppa yfir valmynd
23. desember 2015 Innviðaráðuneytið

Samráð um áhrif tilskipunar um upplýsingaskipti milli landa um umferðarlagabrot

Opið samráð stendur nú yfir á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í því skyni að meta áhrif tilskipunar 2015/413 um upplýsingaskipti milli ríkja Evrópusambandsins um umferðalagabrot. Samráðið stendur yfir til 19. febrúar 2016.

Samkvæmt tilskipuninni átti framkvæmdastjórnin að leggja fram skýrslu til Evrópuþingsins og ráðsins um framkvæmd ákvæða tilskipunarinnar þann 7. nóvember 2016. Í skýrslunni á framkvæmdastjórnin m.a. að meta hvernig tilskipunin hefur reynst til að draga úr banaslysum, um notkun hugbúnaðar sem notaður hefur verið til upplýsingaskiptanna, fullnusta refsinga, eftirfylgni, staðla fyrir tæki og ferla auk þess að kanna hvernig hafi gengið að tryggja samhljóm milli framkvæmdar tilskipunarinnar og umferðarreglna.

Á grundvelli svaranna mun framkvæmdastjórnin meta þörfina fyrir næstu skref.

Frekari upplýsingar má nálgast hér .

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum