Hoppa yfir valmynd
29. desember 2015 Matvælaráðuneytið

Aukinn jöfnuður húshitunarkostnaðar

Frá áramótum mun kostnaður við flutning og dreifingu á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem búa á svæðum þar sem ekki er hitaveita lækka verulega og verða niðurgreiddur að fullu frá og með 1. apríl 2016. Þetta er í samræmi við breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra beitti sér fyrir og samþykkt var á Alþingi sl. vor.

Frá 1. janúar munu niðurgreiðslur á kostnaði við flutning og dreifingu raforku nema um 90% - og frá og með 1. apríl munu niðurgreiðslurnar greiða að fullu fyrir dreifingu raforku sem notuð er til húshitunar. Með þessu er stigið stórt skref til jöfnunar húshitunarkostnaðar um land allt hjá notendum sem ekki eiga kost á hitun húsnæðis með jarðvarma.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum