Menntamálastofnun sér um starfsleyfi
Umsjón og móttaka umsókna um starfsleyfi (leyfisbréf) fyrir kennara, bókasafns- og upplýsingafræðinga og náms- og starfsráðgjafa er núna hjá Menntamálastofnun
Menntamálastofnun hefur tekið við útgáfu starfsleyfa (leyfisbréfa) fyrir kennara, bókasafns- og upplýsingafræðinga og náms- og starfsráðgjafa en sú þjónusta var áður í mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Menntamálastofnun, Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogi, sími 5147500 - sjá kort
Samkvæmt lögum um menntun og ráðningu, kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 þurfa þeir sem innrituðust í kennaranám haustið 2009 eða síðar að ljúka meistaraprófi til að geta fengið útgefið leyfisbréf kennara.
Frá árinu 2014 gefa háskólar sem mennta kennara út starfsleyfi (leyfisbréf) fyrir þá leik- og grunnskólakennara sem þeir brautskrá. Ekki þarf að sækja um útgáfu þeirra bréfa. Samhliða því var gjald sem áður var innheimt fyrir útgáfu leyfisbréfa fellt niður.