Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun listamannalauna árið 2016

Starfslaun listamanna eru veitt úr sex sjóðum: Launasjóði hönnuða, launasjóði myndlistarmanna, launasjóði rithöfunda, launasjóði sviðslistafólks, launasjóði tónlistarflytjenda og launasjóði tónskálda.

Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2016.

Til úthlutunar voru 1.606 mánaðarlaun, sótt var um 11.381 mánuði sem er ríflega 20% aukning frá fyrra ári. Alls bárust 946 umsóknir (1581 umsækjendur) um starfslaun og ferðastyrki frá einstaklingum og hópum. Úthlutun fá 378 listamenn (þar af 78 í 14 sviðslistahópum). Samkvæmt fjárlögum 2016 nema starfslaun listamanna 339.494 kr. á mánuði. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Á vef Rannís eru upplýsingar um hverjir hlutu starfslaun að þessu sinni auk annarra upplýsinga um listamannalaunin 2016.

Listamannalaun 2016

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta