Átta nýir löggiltir endurskoðendur
Öflugir endurskoðendur eru ein af forsendunum fyrir heilbrigðu viðskiptalífi og í gær veitti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra átta einstaklingum réttindi sem löggiltir endurskoðendur.
Frá og með gærdeginum telur stétt löggiltra endurskoðenda því 322 einstaklinga sem allir hafa undirritað drengskaparheit um að þeir muni af kostgæfni og samviskusemi rækja það starf sem löggildingin veitir þeim rétt til og hlíta lögum og öðrum reglum sem starfið varða.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar nýútskrifuðu endurskoðendunum velfarnaðar í störfum sínum.