Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála

Rafrænt eyðublað til að kæra ákvarðanir stjórnvalda til úrskurðarnefndar velferðarmála  er aðgengilegt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins; https://minarsidur.stjr.is.

  1. Aðgangur að eyðublaðavefnum er veittur á kennitölu einstaklinga.
  2. Umsækjendur velja flipann Nýskráning og skrá sig þar inn með íslykli, rafrænum skilríkjum eða skrá þar inn kennitölu og netfang og velja sér lykilorð. Umsækjendur fá þá sendan tölvupóst á uppgefið netfang þar sem þeir staðfesta skráninguna.
  3. Þegar skráning hefur verið staðfest skrá umsækjendur sig inn með kennitölu og lykilorði undir Innskráning og velja síðan flipann Eyðublöð. Undir úrskurðarnefnd velferðarmála er viðeigandi kærueyðublað aðgengilegt.
  4. Sjá einnig nánari leiðbeiningar um notkun eyðublaðavefsins
    Athugið að eyðublaðið þarf að vista meðan á vinnslu stendur en kæra berst ekki úrskurðarnefndinni fyrr en takkinn Send hefur verið valinn.

Kæru til úrskurðarnefndar velferðarmála ber að undirrita áður en hún er send nefndinni. Undirritun er þó ekki nauðsynleg þegar kæra er send með rafrænum hætti þar sem kærandi auðkennir sig á minarsidur.stjr.is.

Nauðsynlegt er að senda umboð með kæru þegar kærandi veitir öðrum aðila umboð til að fara með mál fyrir sína hönd.

Mælt er með notkun Acrobat Reader við útfyllingu eyðublaða á PDF formi. Notkun annarra forrita eða viðbóta við vafra geta valdið vandræðum með íslenska stafi. Vistið skjalið inn á tölvuna ykkar með því að hægri-smella á krækjuna og velja Vista sem/Save link as/Save taget as (mismunandi eftir vöfrum). Opnið síðan skjalið á venjulegan hátt í Acrobat Reader, fyllið það út og vistið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum