Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Upplýsingar um þróun örorku

Hlutfall öryrkja af fólksfjölda frá desember 2004 til desember 2014
Hlutfall öryrkja af fólksfjölda frá desember 2004 til desember 2014

Nokkur umræða hefur verið undanfarið um fjölgun öryrkja, hvað valdi þeirri fjölgun, hver séu áhrif fjölgunarinnar á útgjöld hins opinbera og hvað sé til ráða. Til að varpa skýrara ljósi á stöðu þessa máls hefur velferðarráðuneytið tekið saman upplýsingar um þróun örorku á Íslandi undanfarin ár, bæði fjölda þeirra sem hafa verið metnir til örorku, hvernig skipting milli aldurs og kynja lítur út og hvað það er sem helst veldur því að fólk er metið til örorku. Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti samantektina á fundi ríkisstjórnar fyrir nokkru og eru þær upplýsingar birtar hér á eftir:

Þróun örorku, fjöldi, aldur og kyn.

Til að átta sig á þróun örorku er mikilvægt að miðað sé við fastan tímapunkt þar sem tölur geta verið mjög mismunandi eftir því hvort miðað er við einn tiltekinn mánuð í ári eða árið í heild sinni. Einnig þarf að greina á milli þeirra sem metnir hafa verið til 75% örorku og örorkulífeyrisþega, þ.e. þeirra sem fá greiddar örorkubætur, en ekki fá allir öryrkjar greiddar örorkubætur, t.d. vegna tekjutenginga.

Í töflu 1 er yfirlit yfir þróun fjölda öryrkja eftir aldursbilum miðað við 1. nóvember ár hvert á árunum 2005 - 2015.

Heildin 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Breyt. frá 2005 Breyt. frá 2010
65-66 ára 886 947 1.029 1.175 1.189 1.197 1.299 1.309 1.337 1.372 1.397 58% 17%
60-64 ára 2.216 2.355 2.477 2.536 2.726 2.784 2.875 2.945 3.021 3.126 3.217 45% 16%
55-59 ára 1.950 2.045 2.101 2.152 2.310 2.448 2.524 2.691 2.803 2.882 2.907 49% 19%
50 -54 á ra 1.785 1.855 2.002 2.110 2.182 2.237 2.343 2.371 2.381 2.395 2.449 37% 9%
45-49 ára 1.747 1.819 1811 1.836 1.926 1.987 1.997 1.977 1.953 1.871 1.769 1% -11%
40-44 á ra 1.535 1.549 1.556 1.558 1.547 1.454 1401 1.425 1.413 1.473 1.535 0% 6%
35-39 ára 1.096 1.057 1.079 1101 1.157 1.192 1.240 1.226 1.249 1276 1.325 21% 11%
30 -34 á ra 838 907 910 911 947 990 959 1.022 1.084 1.093 1.095 31% 11%
25-29 ára 650 671 709 758 798 774 782 755 748 768 783 20% 1%
20-24 ára 461 499 484 505 542 560 566 589 595 615 642 39% 15%
16-19 ára 213 209 232 248 256 218 187 171 176 180 156 -27% -28%
Samtals 13.377 13.913 14.390 14.890 15.580 15.841 16.173 16.481 16.760 17.051 17.275 29% 9%
Breyting milli ára   4,0% 3,4% 3,5% 4,6% 1,7% 2,1% 1,9% 1,7% 1,7% 1,3%    

Tafla 1. Þróun öryrkja, eftir aldursbilum, frá nóvember 2005 til nóvember 2015. 

Eins og sjá má fjölgaði öryrkjum um 29% frá nóvember 2005 til nóvember 2015. Frá nóvember 2010 til nóvember 2015 hefur þeim fjölgað um 9%. Frá árinu 2005 hefur mest fjölgun verið á aldursbilinu 65-66 ára og frá þeim tíma fjölgaði öryrkjum á aldrinum 40-49 ára lítið sem ekkert. Í yngsta hópnum, 16-19 ára, hefur orðið mikil fækkun en í nóvember 2015 voru engu að síður 156 öryrkjar í þeim hópi. Í því sambandi verður að hafa hliðsjón af því að með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2010 miðast lágmarksaldur örorkulífeyrisþega við 18 ár en var 16 ár áður.

Frá árinu 2010 hefur fjölgun öryrkja verið nokkuð stöðug og hefur þeim fjölgað um 1,7-2,1% á milli ára. Frá nóvember 2014 til nóvember 2015 hægði á þeirri fjölgun og hefur öryrkjum einungis fjölgað um 1,3 á því tímabili. Hlutfall karla og kvenna hefur haldist nokkuð jafnt frá árinu 2005, konur eru 60% öryrkja en karlar 40%.

Þegar litið er á þróun karlkyns öryrkja undanfarin tíu ár, þ.e. frá nóvember 2005 til nóvember 2015, kemur í ljós að körlum á aldrinum 65-66 ára fjölgaði mest eða um 59%. Ef aftur á móti er horft til þróunarinnar síðustu fimm ár, þ.e. frá nóvember 2010, hefur karlkyns öryrkjum á aldrinum 20-24 ára fjölgað mest eða um 27%. Hjá körlum yngri en 40 ára virðist fjölgunin vera stöðug fyrir utan aldurshópinn 25-29 ára þar sem verulega hefur dregið úr fjölguninni. Þá fækkaði karlkyns öryrkjum á aldrinum 40-49 ára lítillega. Í aldurshópnum 45-49 ára hefur karlkyns öryrkjum fækkað um 14%. Þessa þróun má sjá í töflu 2.

Karlar 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Breyt. frá 2005 Breyt. frá 2010
65-66 ára 329 348 379 440 466 485 528 528 533 515 523 59% 8%
60-64 ára 843 907 983 1.005 1.080 1.082 1.102 1.120 1168 1.223 1.260 49% 16%
55-59 ára 772 787 815 835 923 968 1.023 1.083 1.107 1.129 1.133 47% 17%
50-54 ára 725 768 811 845 876 887 915 916 931 921 913 26% 3%
45-49 ára 722 733 701 711 746 764 749 750 712 703 659 -9% -14%
40-44 ára 599 578 591 580 580 555 529 532 535 541 569 -5% 3%
35-39 ára 424 411 413 431 438 463 468 468 476 499 515 21% 11%
30-34 ára 344 366 365 352 372 387 399 432 438 459 470 37% 21%
25-29 ára 283 296 319 341 368 363 354 337 372 376 409 45% 13%
20-24 ára 250 262 249 281 292 307 329 349 366 383 389 56% 27%
16-19 ára 122 124 138 141 161 135 119 107 106 116 101 -17% -25%
Samtals 5.413 5.580 5.764 5.962 6.302 6.396 6.515 6.622 6.744 6.865 6.941 28% 9%
Breyting milli ára   3,1% 3,3% 3,4% 5,7% 1,5% 1,9% 1,6% 1,8% 1,8% 1,1%    

Tafla 2. Þróun karlkyns öryrkja, eftir aldursbilum, frá nóvember 2005 til nóvember 2015.

Kvenkyns öryrkjum fjölgaði um 30% frá nóvember 2005 til nóvember 2015. Mest fjölgaði konum á aldursbilinu 65-66 ára eða um 57%. Konum á aldrinum 55-59 ára fjölgaði um 51%, á aldrinum 50-54 ára um 45% og konum á aldrinum 60-64 ára um 43%. Kvenkyns öryrkjum á aldrinum 20-29 ára fjölgaði mun minna en körlum á sama aldursbili á tímabilinu 2005 til 2015.

Frá nóvember 2010 til nóvember 2015 var fjölgun meðal kvenkyns öryrkja einnig mest á aldursbilinu 65-66 ára. Fjöldi kvenna á aldrinum 20-24 ára stóð í stað á sama tíma og konum á aldrinum 45-49 ára fækkaði um 9%. Verulega hefur því dregið úr fjölgun yngri kvenna sl. fimm ár samanborði við sl. tíu ár. Þessa þróun má sjá í töflu 3.

Konur 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Breyt. frá 2005 Breyt. frá 2010
65-66 ára 557 599 650 735 723 712 771 781 804 857 874 57% 23%
60-64 ára 1373 1.448 1.494 1531 1.646 1702 1.773 1.825 1.853 1.903 1.957 43% 15%
55-59 ára 1178 1.258 1286 1317 1.387 1480 1.501 1.608 1.696 1.753 1.774 51% 20%
50-54 ára 1.060 1.087 1191 1.265 1.306 1350 1.428 1.455 1.450 1.474 1.536 45% 14%
45-49 ára 1.025 1.086 1.110 1.125 1180 1223 1.248 1.227 1.241 1.168 1.110 8% -9%
40-44 ára 936 971 965 978 967 899 872 893 878 932 966 3% 7%
35-39 ára 672 646 666 670 719 729 772 758 773 777 810 21% 11%
30-34 ára 494 541 545 559 575 603 560 590 646 634 625 27% 4%
25-29 ára 367 375 390 417 430 411 428 418 376 392 374 2% -9%
20-24 ára 211 237 235 224 250 253 237 240 229 232 253 20% 0%
16-19 ára 91 85 94 107 95 83 68 64 70 64 55 -40% -34%
Samtals 7.964 8.333 8.626 8.928 9.278 9.445 9.658 9.859 10.016 10.186 10.334 30% 9%
Breyting milli ára   4,6% 3,5% 3,5% 3,9% 1,8% 2,3% 2,1% 1,6% 1,7% 1,5%    

Tafla 3. Þróun kvenkyns öryrkja, eftir aldursbilum, frá nóvember 2005 til nóvember 2015.

Orsakir örorku.

Meginorsakir örorku eru geðraskanir og stoðkerfissjúkdómar. Þannig eru geðraskanir algengasti orsakavaldur örorku hjá körlum og hefur hlutfallið aukist upp í að vera 44% á þessu ári og stafar það einkum af aukningu geðraskana hjá ungum körlum. Stoðkerfissjúkdómar koma þar á eftir en hlutfall þeirra hefur haldist óbreytt hjá körlum og er nú 18%. Hjá konum eru stoðkerfissjúkdómar algengasta orsök örorku eða um 37% en hlutfall geðraskana hefur einnig hækkað hjá konum undanfarin tíu ár og er nú 34%.

Í töflum 4 og 5 má sjá helstu sjúkdómsgreiningar karlkyns og kvenkyns öryrkja frá nóvember 2005 til nóvember 2015.

Karlar 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
Aðrar ástæður 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4%
Áverkar 9% 9% 9% 9% 9% 10% 10% 10% 10% 10% 9%
Geðraskanir 42% 42% 42% 42% 42% 42% 42% 42% 43% 44% 44%
Húðsjúkdómar 0% 0% 0% 1% 1% 0% 0% 0% 0% 0% 0%
Innkirtla og efnaskiptasjúkdómar 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2%
Krabbamein 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 1% 1% 1%
Meðfædd skerðing og litningafrávik 3% 3% 3% 3% 3% 3% 3% 3% 3% 3% 3%
Sjúkdómar í blóðrásarkerfi 9% 9% 8% 8% 8% 8% 7% 7% 7% 7% 6%
Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum 11% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10%
Sjúkdómar í öndunarfærum 2% 2% 2% 2% 2% 1% 1% 1% 1% 2% 2%
Stoðkerfissjúkdómar 18% 17% 17% 18% 18% 18% 18% 18% 18% 18% 18%

Tafla 4. Sjúkdómsgreiningar karlkyns öryrkja frá nóvember 2005 til nóvember 2015.

Konur 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
Aðrar ástæður 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5%
Áverkar 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5%
Geðraskanir 32% 32% 33% 33% 33% 34% 34% 34% 34% 34% 34%
Húðsjúkdómar 1% 1% 1% 1% 1% 1% 1% 1% 1% 1% 1%
Innkirtla og efnaskiptasjúkdómar 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2%
Krabbamein 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 1% 1% 1% 1%
Meðfædd skerðing og litningafrávik 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2%
Sjúkdómar í blóðrásarkerfi 4% 4% 4% 4% 4% 4% 3% 3% 3% 3% 3%
Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum 9% 9% 9% 9% 9% 9% 9% 9% 9% 9% 9%
Sjúkdómar í öndunarfærum 3% 3% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2%
Stoðkerfissjúkdómar 34% 35% 35% 36% 36% 36% 36% 36% 37% 37% 37%

Tafla 5. Sjúkdómsgreiningar kvenkyns öryrkja frá nóvember 2005 til nóvember 2015.

4.   Hlutfall öryrkja af fólksfjölda.

Hlutfall öryrkja af fólksfjölda hefur lítið aukist frá desember 2004 til desember 2014. Öryrkjar á aldrinum 18-66 ára voru að meðaltali 7% af fólksfjölda á sama aldursbili í desember árið 2004 og í desember 2014 var hlutfallið 8,2%. Öryrkjum á aldrinum 65-66 ára fjölgaði hlutfallslega meira en öðrum aldurshópum á árunum 2007 og 2008. Síðan þá hefur dregið úr þeirri fjölgun og var hlutfall öryrkja á aldrinum 65-66 ára 23% af fólksfjölda árið 2014 samanborið við 22% árið 2004.

Á mynd 1 má sjá þróun öryrkja sem hlutfall af fólksfjölda frá desember 2004 til desember 2014. 

Hlutfall öryrkja af fólksfjölda frá desember 2004 til desember 2014.

Mynd 1. Hlutfall öryrkja af fólksfjölda frá desember 2004 til desember 2014.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum