Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála til umsagnar

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðferð sakamála (skilyrði fyrir beitingu úrræða skv. XI. kafla) eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið [email protected] til og með 29. janúar 2016.

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðferð sakamála (skilyrði fyrir beitingu úrræða skv. XI. kafla) eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið [email protected] til og með 29. janúar 2016.

Með frumvarpinu er eru gerðar breytingar á skilyrðum fyrir beitingu símahlustunar og skyldra aðgerða og lagt til að skilyrðin verði hert og þau um leið gerð skýrari. Þannig verður gert að skilyrði fyrir beitingu þessara aðgerða að það brot sem um ræðir varði a.m.k. 6 ára refsingu auk þess sem ríkir almanna- og einkahagsmunir verða að vera fyrir hendi.

Þá eru talin sérstaklega upp brot sem hafa lægri refsiramma en 6 ár en eru þess eðlis að nauðsynlegt þykir að unnt verði að beita símahlustunum og skyldum aðgerðum við rannsókn þeirra. Þá er gert ráð fyrir að skipaður verði lögmaður til að gæta hagsmuna þess, sem aðgerð beinist að, áður en dómari kveður upp úrskurð um hana. Einnig að settar verði ítarlegri reglur um framkvæmd aðgerða af þessum toga og meðferð upplýsinga, sem fengnar eru með þessum hætti, þar á meðal kveðið skýrar á um að ríkissaksóknari skuli hafa eftirlit með því að gögnum sem aflað er með símahlustun eða öðrum sambærilegum úrræðum sé eytt í samræmi við lög.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta