Forstöðumönnum kynnt ný lög um opinber fjármál
Lögin tóku gildi í ársbyrjun og verður unnið eftir þeim við gerð fjárlaga næsta árs. Markmið þeirra er meðal annars stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma, vandaður undirbúningur áætlana og lagasetning, skilvirk fjármálastjórn og virkt eftirlit.
Frá fundi innanríkisráðuneytisins með forstöðumönnum.
Á fundinum kynnti Ólafur Reynir Guðmundsson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, helstu nýmæli laganna og Ingilín Kristmannsdóttir og Pétur U. Fenger, skrifstofustjórar í innanríkisráðuneytinu, fóru yfir nýtt verklag, samráð og áætlanagerð ráðuneytisins og stofnana sem nýju lögin leiða af sér. Í kjölfarið voru umræður.