Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutað úr Íþróttasjóði og úr Æskulýðssjóði

Fjölbreytt verkefni hlutu styrki að þessu sinni

Íþróttasjóður ríkisins


Íþróttanefnd bárust alls 132 umsóknir að fjárhæð rúmlega 149 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2016. Alls voru 84 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að fjárhæð um 79 m. kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 37 að fjárhæð um 41 m. kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 11 að fjárhæð um 29 m. kr. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögur íþróttanefndar um styrkveitingar árið 2016 úr Íþróttasjóði. Tillaga um heildarúthlutun fyrir árið 2016 er 15.500.000 kr.

Styrkirnir dreifast þannig milli flokka:
Aðstaða: 9.500.000 kr., fræðsla og útbreiðsla 2.500.000 kr. og rannsóknir 3.500.000 kr.
Samtals: 15.500.000 kr.

Úthlutun 2016 úr Íþróttasjóði - birt með fyrirvara um villur.


Fjórða úthlutun Æskulýðssjóðs 2015


Stjórn Æskulýðssjóðs hefur úthlutað til fjögurra verkefna alls 1.800 þúsund króna í fjórðu úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir um styrk að upphæð rúmlega 20 milljónir króna. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að sjóðnum að þessu sinni. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um villur:

Æskuðlýsfélag / æskulýðssamtök Heiti verkefnis Kr.
Skátasamband Reykjavíkur Öll sem eitt 300.000
Ungmennafélag Íslands Aukin þátttaka ungmenna af erlendum uppruna 600.000
Alþjóðleg ungmennaskipti-AUS Landnemar á netöld 600.000
Æskulýðsvettvangurinn Ekki meir 300.000
Heildarupphæð samþykkt: 1.800.000


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta