Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verðlaun veitt á menntadegi atvinnulífsins

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin
IMG_9368

Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í dag en hann er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins og er þetta í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði samkomuna í upphafi hennar og svo aftur í menntastofu Samtaka iðnaðarins auk þess sem hann afhenti Icelandair Hotels verðlaun sem menntafyrirtæki ársins og Securitas sem menntasproti ársins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta