Verðlaun veitt á menntadegi atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í dag en hann er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins og er þetta í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði samkomuna í upphafi hennar og svo aftur í menntastofu Samtaka iðnaðarins auk þess sem hann afhenti Icelandair Hotels verðlaun sem menntafyrirtæki ársins og Securitas sem menntasproti ársins.