Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Evrópskir ráðherrar samkeppnismála ræddu m.a. aðgangshindranir á internetinu

Evrópskir ráðherrar samkeppnismála - mynd

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sat í gærmorgun ráðherrafund Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna um samkeppnismál þar sem áhersla var lögð á iðnað og innri markað Evrópu. Fundurinn fór fram í Amsterdam, en Hollendingar fara með forsæti Evrópusambandsins á fyrri hluta þessa árs.

Á fundinum fluttu erindi Henk Kamp, efnahagsmálaráðherra Hollands, Herna Verhagen, forstjóri PostNL, Corinne Vigreux, einn af stofnendum og framkvæmdastjórum TomTom, Andrus Ansip, varaforseti framkvæmdastjórar Evrópusambandsins og Elżbieta Bieńkowska, sem fer með málefni innri markaðar, iðnaðar og frumkvöðlastarfs í framkvæmdastjórninni. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars aðgangshindranir á internetinu og þjónustuiðnaðinn.

Á miðvikudagskvöld fóru fram hringborðsumræður þar sem einum frumkvöðli frá hverju landi var boðið að taka þátt og var fulltrúi Íslands Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn af stofnendum Meniga. Umræðuefnið var brýnt; Hvernig er hægt að bæta starfsumhverfi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja í Evrópu og ryðja úr vegi viðskiptahindrunum?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta