Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lífshlaupið hófst í dag!

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í morgun í níunda sinn

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í morgun í níunda sinn. En það var Grunnskóli Seltjarnarness sem fékk þann heiður að hefja Lífshlaupið með formlegum hætti.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra Lárus Blöndal formaður ÍSÍ og Ágerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness fluttu ávörp. Illugi lagði áherslu á að landsmenn gerðu hreyfingu að hluta af daglegu lífi sínu og bættu þannig heilsu sína. Andrés Guðmundsson frá Skólahreysti stjórnaði þraut sem ræðumenn og nemendur tóku þátt í anda Skólahreysti og ræsti þar með Lífshlaupið með formlegum hætti.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.

Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:

* vinnustaðakeppni frá 3. – 23. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
* framhaldsskólakeppni frá 3. – 16. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
* grunnskólakeppni frá 3. – 16. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)
* einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið

Landsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað /skóla. Sjá nánar á www.lifshlaupid.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta