Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Fiskveiðinefndir Íslands og Grænlands funduðu í Nuuk

Ísland og Grænland
Ísland og Grænland

Samstarf Íslands og Grænlands á fiskveiðisviðinu hefur aukist verulega undanfarin ár. Nú eru margir samningar um fiskveiðar í gildi milli þjóðanna og má nefna loðnusamning sem Noregur á einnig aðild að, samning um rækjuveiðar á Dohrn-banka, samning um veiðar á gullkarfa, samning um veiðar á grálúðu og yfirlýsing um sameiginlega fiskveiðinefnd sem hittist árlega til skiptist í löndunum tveimur.

Á fundi fiskveiðinefnda þjóðanna sem haldinn var í Nuuk 2.-3. febrúar var m.a. farið yfir stöðu sameiginlegra fiskstofna, skipst á gögnum um veiði, fjallað um samstarf þjóðanna á alþjóðavettvangi og sameiginlega rafræna afladagbók. Jafnframt var rætt almennt um vísindasamstarf þjóðanna sem hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár.

Á fundinum var ákveðið að Grænland fái að landa makríl- og síldarafla, sem veiddur er í grænlenskri lögsögu í íslenskum höfnum 2016 án takmarkana enda ákveði Grænland aflaheimildir sínar af ábyrgð.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta