Norsk þingmannanefnd kynnir sér stjórnkerfi fiskveiða við Ísland
Dagana 8.-9. febrúar 2016 var atvinnuveganefnd norska Stórþingsins á Íslandi, til að kynna sér stjórnkerfi íslensks sjávarútvegs og starfsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Nokkur stjórnmálaleg umræða er nú í Noregi um hvernig megi bæta samkeppnishæfni norsks sjávarútvegs og er í því ljósi m.a. litið til reynslu og þekkingar Íslendinga.
Á mánudeginum var nefndin gestur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og hitti við það tilefni Sigurð Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.