Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Norsk þingmannanefnd kynnir sér stjórnkerfi fiskveiða við Ísland

Sigurður Ingi Jóhannsson og Geir Pollestad, formaður norsku atvinnuveganefndarinnar

Dagana 8.-9. febrúar 2016 var atvinnuveganefnd norska Stórþingsins á Íslandi, til að kynna sér stjórnkerfi íslensks sjávarútvegs og starfsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Nokkur stjórnmálaleg umræða er nú í Noregi um hvernig megi bæta samkeppnishæfni norsks sjávarútvegs og er í því ljósi m.a. litið til reynslu og þekkingar Íslendinga.

Á mánudeginum var nefndin gestur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og hitti við það tilefni Sigurð Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta