Dagur íslenska táknmálsins fimmtudaginn 11. febrúar 2016
Degi íslenska táknmálsins verður fagnað í fjórða sinn fimmtudaginn 11. febrúar 2016. Að þessu sinni verður deginum fagnað með barnamenningarhátíð í Tjarnarbíói.
Barnamenningarhátíð á þessum degi er mikilvægur þáttur í að auka sýnileika táknmálstalandi barna og eykur möguleika þeirra sjálfra á að kynna eigið mál og menningu.
Húsið opnar kl. 15:30
- Léttar veitingar verða í boði Félags heyrnarlausra.
- Sýning á myndlistarverkum barna í Gaman saman, Hlíðaskóla og á Sólborg.
Kl. 16:00-16:40
- Börn opna hátíðina.
- Umfjöllun um táknmálstalandi börn, mikilvægi táknmáls og döff menningar fyrir þau.
- Leikritið Fjórar systur frumsýnt. 6 börn sýna afrakstur leiklistarnámskeiðs Samskiptamiðstöðvar.
- Kveðjur frá vinum íslenska táknmálsins á myndbandi.
- Myndbandsverk sem unnið var með táknmálstalandi börnum.
Hlé kl. 16:40-17:00.
Kl.17:00-18:00
- Opnun táknmálsútgáfu bókarinnar Einstök mamma eftir Bryndísi Guðmundsdóttur.-
- Kveðjur frá vinum íslenska táknmálsins á myndbandi.-
- Börn segja okkur frá réttindum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.-
- Frumsýning á barnaþættinum Táknmálsstundin, samstarfsverkefni Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Félag heyrnarlausra standa að hátíðinni. Nánari upplýsingar veitir:Kristín Lena Þorvaldsdóttir, sýningarstjóri hátíðarinnar í síma 696 4795.