Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Styrkir til hrossaræktar

Mynd: Norden
Íslenskur hestur

Markmið styrkveitinganna er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins. Lögð er megin áhersla á að styrkja átaks- og nýsköpunarverkefni sem geta orðið sjálfbær eftir að þróunartímabili þeirra lýkur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og hagnýtar rannsóknir. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 5,6 milljónir króna.

Styrkhæf eru hvers konar verkefni er lúta að:

  1. Kynbótum hrossa, fóðrun þeirra eða meðferð.
  2. Tamningum og þjálfun hrossa sem stuðla að auknum árangri og ávinningi.
  3. Markaðs-, kynningar- og nýsköpunarstarfi.

Í umsóknum skal gerð skýr grein fyrir verkefninu sem í hlut á, markmiðum þess, framkvæmdaáætlun og ávinningi. Hverri umsókn skal fylgja greinargóð kostnaðaráætlun. Ráðuneytið metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra.

Umsóknir skulu berast atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 21. mars.

Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Hólm Másdóttir [email protected].

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta