Kynningar- og samráðsfundur 24. febrúar um drög að frumvarpi um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni
Hinn 15. febrúar sl. voru birt á vef ráðuneytisins, drög að frumvarpi til laga um um breytingu á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). Fram kom að kynningarfundur um efni frumvarpsins verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar 2016, kl. 13 í húsi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 1. hæð, en veittur er frestur til að gera athugasemdir við drögin til og með 29. febrúar 2016.
Allir áhugamenn um frumvarpið eru hvattir til að mæta á fundinn, en dagskrá hans er sem hér segir:
Frumvarp til laga um öflun sjávargróðurs – tilgangur og megindrættir
- Arnór Snæbjörnsson, lögfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Rannsóknir á þangi og þara í Breiðafirði
- Sólveig Rósa Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjó- og vistfræðisviðs hjá Hafrannsóknastofnun.
Eftirlit Fiskistofu með öflun sjávargróðurs samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi
- Hrannar Hafberg, yfirlögfræðingur Fiskistofu.
Umræður og fyrirspurnir
Fundinum verður stjórnað af Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Opinn kynningar- og samráðsfundur
Staður: Skúlagata 4, 1. hæð
Stund: Miðvikudagur 24. febrúar kl. 13