Umsóknarfestur í Sprotasjóð að renna út
Stjórn Sprotasjóðs minnir á að auglýstur umsóknafrestur í Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2016-17 rennur út föstudaginn 26. febrúar.
Stjórn Sprotasjóðs minnir á að auglýstur umsóknafrestur í Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2016-17 rennur út föstudaginn 26. febrúar. Ákveðið hefur verið að taka við umsóknum til miðnættis 29. febrúar nk. Áherslusvið sjóðsins verða að þessu sinni:
a) Frumkvöðla- og nýsköpunarmennt
b) Nemendur af erlendum uppruna
c) Námsmat á mörkum skólastiga
Einnig er heimilt að sækja um styrk til verkefna sem falla utan áherslusviða. Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um styrki skulu vera á rafrænu formi. Sækja þarf um aðgang að umsóknavef Sprotasjóðs, www.sprotasjodur.is