Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Framlengdur umsagnarfrestur um drög að frumvarpi um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni.

Sjávargróður
Sjávargróður

Hinn 15. febrúar 2016, voru birt á vef ráðuneytisins, drög að frumvarpi til laga um um breytingu á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). Haldinn var kynningarfundur um efni frumvarpsins í gær, miðvikudaginn 24. febrúar 2016, sem var vel sóttur. Frestur til umsagna var upphaflega veittur til 29. febrúar 2016, en hér með er hann framlengdur til 7. mars 2016.

Hér að neðan er upptaka frá fundinum:

Inngangsorð og fyrirlestur, "Frumvarp til laga um öflun sjávargróðurs – tilgangur og megindrættir"
  • Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
  • Arnór Snæbjörnsson, lögfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Rannsóknir á þangi og þara í Breiðafirði
  • Sólveig Rósa Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjó- og vistfræðisviðs hjá Hafrannsóknastofnun.

Eftirlit Fiskistofu með öflun sjávargróðurs samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi
  • Hrannar Hafberg, yfirlögfræðingur Fiskistofu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta