Óskað er eftir umsögnum um drög að endurskoðuðum lögum um sölu notaðra ökutækja
Í maí 2014 skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra starfshóp til að endurskoða IV. kafla laga um verslunaratvinnu nr. 28/1998. Kaflinn fjallar um sölu notaðra ökutækja. Hópurinn var skipaður aðilum frá FÍB, Bílgreinasambandinu, Neytendasamtökunum og innanríkisráðuneytinu og var falið að fara gaumgæfilega yfir framkvæmdina, mögulega ágalla, atriði sem telja má þörf á að skýra nánar. Formaður starfshópsins var skipaður, án tilnefningar, af iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Starfshópurinn hefur samið drög að nýjum lögum um sölu notaðra ökutækja. Ákveðið var að taka kaflan úr lögum nr. 28/1998 og gera að sérlögum. Lögin byggja á eldri lögum og því réttara að líta á lögin sem uppfærslu eldri laga heldur en nýja löggjöf.
Starfshópurinn hefur ákveðið að veita haghöfum færi á að koma á framfæri athugasemdum áður en hann skilar af sér lokaafurð til ráðherra.
Þess er vinsamlegast farið á leit við áhugasama að þeir skili umsögnum vegna draganna á
[email protected] , með fyrirsögninni: lög um milligöngu við sölu notaðra ökutækja, fyrir 15. mars 2016.
- Drög að frumvarpi um sölu notaðra ökutækja.