Alþjóðlegt skátamót á Íslandi 2017
Joao Armando Goncalves, formaður stjórnar heimssamtaka skáta ( WOSM World Organization of the Scout Movement) og Bragi Björnsson skátahöfðingi ásamt föruneyti hittu Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra í gær. Rætt var um skátastarf í heiminum, starfsemi WOSM og alþjóðlegt skátamót ( World Scoot Moot), sem haldið verður hér á landi næsta ár. Á vef skátanna segir: „Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið eftir þrjú ár þegar 5.000 skátar frá öllum heimhornum taka þá í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er fyrir þátttakendur á aldrinum 18- 25 ára og það sem haldið verður hérlendis er það 15. í röðinni.
Mótið er að uppbyggingu svipað og hið fjölsótta Roverway mót sem haldið var hér árið 2009. Mótssetning verður í Reykjavík en svo skiptast þátttakendur upp í tíu tjaldbúðir víðs vegar um landið og verða þar í fjóra daga við margvísleg verkefni. Eftir það sameinast allir hóparnir á Úlfljótsvatni og verða þar í fjóra daga“.
Á myndinni eru Bragi Björnsson skátahöfðingi, Joao Armando Goncalves, Illugi Gunnarsson og Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri heimsmótsins.