Hoppa yfir valmynd
9. mars 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Nauðsynlegt námskeið fyrir dúnmatsmenn

Æðarfugl

Námskeiðið Æðarrækt og æðardúnn er ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi eða viðhalda réttindum sem dúnmatsmenn. Þá er námskeiðið einnig ætlað öllu áhugafólki um æðarrækt, m.a. þeim mörgu sem hafa hugleitt það að hefja æðarrækt.

Um dúnmatsmenn gildir reglugerð um gæðamat á æðardúni nr. 350/2011. Þar kemur m.a. fram að dúnmatsmönnum er áskilið að sækja námskeið á fimm ára fresti til að viðhalda réttindum sínum. Nokkuð er liðið síðan að síðasta námskeið var haldið og er mikilvægt að dúnmatsmenn sem starfað hafa á undanþágu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sæki námskeiðið.

Á námskeiðinu er farið er yfir lifnaðarhætti, eiginleika og sérstöðu æðarfuglsins, hvernig eigi að koma upp varpi og ferilinn frá dúntekju til sölu dúnsins. Þá er fjallað um þær óskir og kröfur sem neytandinn gerir til æðardúns. Litið er á þær kröfur sem gerðar eru til gæðamats á æðardúni og gildandi lagaramma. Góður tími verður einnig gefinn til verklegrar þjálfunar við flokkun og gæðamat á æðardúni, ásamt umræðum.

Námskeiðið er haldið í samstarfi Landbúnaðarháskóla Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Kennarar: Erla Friðriksdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Íslensk æðardúns ehf., Helga Björk Jónsdóttir dúnmatsmaður, Karl Skírnisson dýrafræðingur hjá Tilraunastöð HÍ í meinafræðum, Pétur Guðmundsson æðarbóndi, heildsali og dúnhreinsunaraðili - Dúnhreinsunin ehf og Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
  • Tími: Föstudagur 8. apríl. kl 10-17 (10 kennslustundir)
  • Staður: landbúnaðarháskóli Íslands, Keldnaholti Reykjavík
  • Verð: 24.000 kr.
  • Skráning: www.lbhi.is/namskeid eða með tölvupósti [email protected] og/eða í síma 843-5308.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta