Hoppa yfir valmynd
10. mars 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verðlaun fyrir upplestur

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Hafnarborg 8. mars sl. þar sem fjöldi nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu fyrir vandaðan upplestur og framsögn

Stóra upplestrarkeppnin fagnar 20 ára afmæli sínu nú í ár og er hér um að ræða eitt langlífasta lestrarverkefni á Íslandi. Verkefni sem sprottið er upp af frumkvæði áhugafólks um eflingu íslenskrartungu .

Fjórtán nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni í ár og lásu þeir texta Bryndísar Björgvinsdóttur og Guðmundar Böðvarssonar, fyrirfram ákveðin ljóð og ljóð að eigin vali. Allir þessir fjórtán nemendur stóðu uppi sem sigurvegarar og fengu að gjöf bækur, sundkort og Átthagaspilið um Hafnarfjörð. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sá um afhendingu á viðurkenningum til nemenda fyrir frammistöðu þeirra.

Upplesarar úr 7. bekk

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaun og viðurkenningar til þeirra sem dómnefnd valdi sem bestu upplesarana, en það voru:

  • Anna Vala Guðrúnardóttir í Víðistaðaskóla (1. sæti),
  • Mímir Kristínarson Mixa í Lækjarskóla (2. sæti) og
  • Anton Fannar Johansen í Setbergsskóla (3. sæti).

Ráðherra afhenti einnig verðlaun til sigurvegaranna í smásagnasamkeppni í 8. – 10. bekk. Þrjár smásögur voru verðlaunaðar:

  • Sama hvað eftir Alexöndru K. Hafsteinsdóttur, nemenda í 10. bekk í Víðistaðaskóla, sem hlaut fyrstu verðlaun.
  • Ekki er allt sem sýnist eftir Rakel Ósk Sigurðardóttir nemanda í 10. bekk í Hraunvallaskóla og
  • Upprennandi Íslendingur eftir Rögnu Dúu Þórsdóttur nemanda í 10. bekk í Lækjararskóla.

Sex skólar í Hafnarfirði tóku þátt í smásagnasamkeppninni í ár og bárust 22 sögur í keppnina. Efni smásagna var nokkuð frjálst en reyndust vinningssögurnar eiga það sammerkt að taka á einelti og fordómum.

IMG_3260 Ráðherra og verðlaunahafar í smásagnasamkeppni með skólastjórum

Verðlaunamynd fyrir boðskort hátíðarinnar gerði var Mattías Makusi Kata, nemandi í Lækjarskóla.

Fyrsta upplestrarhátíðin var haldin í Hafnarfirði þann 4. mars 1997 og fljótt bættust fleiri bæjarfélög í hópinn. Síðustu 16 árin hafa allir nemendur í 7. bekk á landvísu tekið þátt í keppninni. Markmiðið frá upphafi hefur verið að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og skapa tækifæri fyrir kennara og foreldra að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins, vandaðan upplestur og framburð. Hver skóli ákveður þátttöku að hausti og velur tvo fulltrúa á glæsilegum hátíðum innan skólanna til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir sína hönd. Landsvæðin taka sig svo saman og halda lokahátíð þar sem valdir fulltrúar koma saman og keppa fyrir hönd síns skóla.

Sjá nánari upplýsingar á vef Hafnarfjarðarbæjar og Stóru upplestrarkeppninnar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta