Hoppa yfir valmynd
14. mars 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný framtíðarsýn um starfsþróunkennara og skólastjórnenda

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara hefur afhent mennta- og menningarmálaráðherra lokaskýrslu um störf sín ásamt tillögum um næstu skref
IMG_9629

Í skýrslunni kemur fram ný framtíðarsýn um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og lögð áhersla á kennaramenntun sem starfsævilanga menntun. Skilgreina þarf fjármagn og aðgengilegt og skilvirkt stoðkerfi um þessa mikilvægu starfsemi. Lagt er til að ráðherra skipi samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda sem fylgir eftir tillögum fagráðsins. Skýrsluna og fylgirit hennar má finna á vef fagráðsins. Þar eru einnig nánari upplýsingar um fagráðið og störf þess.

IMG_9629

Fagráðið skipuðu fulltrúar kennara og skólastjórnenda, háskóla, sveitarfélaga og ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta