Hoppa yfir valmynd
16. mars 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Reglugerð um hrognkelsaveiðar

Reglugerð 229/2016 um hrognkelsaveiðar verður breytt og heimilt verður að hefja veiðar 26. mars, en ekki 1. apríl eins og áður hafði verið ákveðið. Fyrri ákvörðun byggðist á því að mikill meðafli, sérstakleg sjá má á meðfylgjandi mynd a þorskur, kemur í hrognkelsanet í byrjun vertíðar, eins og frá Hafrannsóknarstofnun. Þar sést að við upphaf vertíðar hefur meðafli verið umtalsverður, en minnkar mjög í byrjun apríl. Hrognkelsanet liggja lengi í sjó og því er þessi meðafli lélegt hráefni sem oft fer til spillis og hluti grásleppuútgerða hefur ekki yfir að ráða aflamarki í bolfiski. Slíkt getur skapað hættu á brottkasti.

Góð umgengni við auðlindir hafsins er grundvallaratriði sem ekki er hægt að líta framhjá. Ákvörðunin um að seinka upphaf vertíðar byggðist á vísindalegum gögnum og markmiði um bætta umgengni.

Ýmsar útgerðir hugðust byrja veiðar 20. mars og því er ljóst að fyrirvarinn var of skammur. Til að koma til móts við þessar útgerðir, en eftir sem áður að draga úr meðafla við veiðarnar verður farin sú leið að heimila að veiðar hefjist 26. mars. Verður reglugerð þar að lútandi gefin út á morgun, 17. mars. Á næsta ári mega útgerðir vænta þess að upphaf vertíðar verði seinkað enn frekar.

Meðaltal þorskafla við grásleppuveiðar 2013 og 2014-stor













Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta