Tilnefningar í starfshópa
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur óskað eftir tilnefningum í starfshóp til að kanna áhrif tollasamnings við ESB og áhrif nýrra reglugerða um velferð búfjár. Starfshópnum er ætlað það hlutverk að kanna áhrif tollasamningsins á einstakar búgreinar, einkum svína og alifuglaræktendur. Jafnframt skal hópurinn meta kostnað og áhrif sem nýjar reglugerðir um velferð búfjár hafa á einstaka búgreinar. Í nefndinni sitja fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands og búgreinafélögunum, Samtökum iðnaðarins, utanríkisráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Nefndin á að ljúka störfum 1. júní 2016.
Þá hefur ráðherra leitað til Byggðastofnunar um að hún skili tillögum um svæðisbundinn stuðning til handa sauðfjárbændum, á ákveðnum landssvæðum, í samræmi við nýgerða samninga um starfsskilyrði í sauðfjárrækt. Óskað er eftir því að stofnunin skili tillögum sínum eigi síðar en 1. júní 2016.
Einnig hefur ráðherra, í samræmi við bókum um byggðamál í búnaðarlagasamningi, hafið vinnu við að skipa í samstarfsvettvang sem ætlað er að skoða og koma með tillögur um að treysta innviði og búsetu í sveitum.