Hoppa yfir valmynd
29. mars 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýting og verndun vatns

Í tengslum við alþjóðlegan dag vatnsins bjóða Íslenska vatnafræðinefndin og Íslenska UNESCO-nefndin til morgunverðarfundar 31. mars
Í tengslum við alþjóðlegan dag vatnsins, sem haldinn er hátíðlegur þann 22. mars ár hvert, bjóða Íslenska vatnafræðinefndin og Íslenska UNESCO-nefndin til morgunverðarfundar á Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 31. mars.

Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00 en formleg dagskrá hefst kl. 8:30.

Dagskrá morgunverðarfundar:

  • Án vatns er enginn vinnandi vegur

- Sveinn Agnarsson, Háskóla Íslands

  • Að veita vatni

- Hólmfríður Sigurðardóttir, Orkuveitu Reykjavíkur

  • Verndun og nýting vatns: Siðferðislegar spurningar

- Skúli Skúlason, Háskólanum á Hólum

Fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á netfangið [email protected] fyrir kl. 12 þann 30. mars svo að hægt sé að áætla fjölda þátttakenda.


 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta