Upplýsingatækni og miðlun í skólastarfi
Vorráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar HA verður að þessu sinni tileinkuð notkun upplýsingatækni og miðlunar í skólastarfi.
Vorráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri verður haldin laugardaginn 16. apríl 2016. Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð notkun upplýsingatækni og miðlunar í skólastarfi. Markmiðið er varpa ljósi á gildi stafrænnar tækni í skólastarfi og hvernig hægt er að nota tæknina á fjölbreyttan hátt til stuðnings námi og kennslu.
Efni ráðstefnunnar er að venju sniðið að leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Aðalfyrirlesarar:
- Kjartan Ólafsson lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri
- Helena Sigurðardóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir grunnskólakennarar í Brekkuskóla á Akureyri
- Tryggvi Thayer verkefnisstjóri Menntamiðju við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Auk aðalfyrirlestra verða málstofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að þróun tölvu-, upplýsingatækni og miðlun í skólastarfi einnig verður boðið upp á smiðjur þar sem ráðstefnugestum gefst tækifæri til að sjá og kynnast hvernig hægt er að nota og jafnvel prófa verkfæri sem tengjast tölvu- og upplýsingatækni.